Vinaliðaverkefni
Við erum þátttakendur vinaliðaverkefninu. Í því felst að nemendur í 4. – 7. bekk stýra og stjórna leikjum í morgunfrímínútunum, fjóra daga vikunnar.
Aðalmarkmið Vinaliðaverkefnisins er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum.
Hreyfing nemenda eykst ef fjölbreytt úrval leikja er á skólalóðinni, færri eru alveg óvirkir.
Við viljum að öllum nemendum líði vel í sínum skóla og taki þátt með jákvæðni í að gera skólann sinn enn betri en hann er.
Nemendur sem takast á við hlutverk Vinaliðans fá frábæra leiðtogaþjálfun í gegnum hlutverkið.