Skip to content

Sálfræðiþjónusta

Ártúnsskóli hefur aðgang að sálfræðiþjónustu á vegum þjónustumiðstöðvar Árbæjar- og Grafarholts, Bæjarhálsi 1. Skólasálfræðingur situr nemendaverndarráðsfundi í skólanum og tekur þar við tilvísunum um sálfræðiþjónustu. Síðan er fjallað um tilvísanir á sérstökum skólateymisfundi á þjónustumiðstöðinni og ákveðið þar hvaða sálfræðingur mun vinna að máli nemandans. Nemendum er ávallt vísað til sálfræðings í samráði við forráðamenn.

Yfirleitt er það skólinn eða forráðamenn í samráði við skólann sem leita eftir aðstoð sálfræðings. Skilyrði fyrir því að sálfræðingur taki málið til úrlausnar er að umbeðnar upplýsingar á tilvísunareyðublaði séu veittar. Ákvörðun um forgangsröðun mála er tekin af nemendaverndarráði skólans.

Sálfræðingur veitir ráðgjöf vegna náms-, tilfinninga- og hegðunarlegra erfið-leika nemanda, þar sem þessi vandi  hefur áhrif á nám og aðlögun í skóla. Aðstoð sálfræðingsins felur m.a. í sér athugun og mat á þroska, hegðun og líðan nemandans. Sálfræðingur gerir tillögur til úrbóta og tekur þátt í gerð áætlana um aðstoð við einstaka nemendur í samvinnu við skóla og foreldra. Símanúmer þjónustumiðstöðvar Árbæjar er 411-1200.

Heimasíða Þjónustumiðstöðvar Árbæjar- og Grafarholts