Skólasöngurinn

Skólasöngur Ártúnsskóla

Þegar fyrstu haustsins vindar vangann
vilja fá að strjúka ofurlétt
hefst um landið lífsins skólagangan
sem leggur grunn að nýrri menntastétt.

Þá munu fuglar sumarkveðju syngja
og svífa héðan burt með vængjagný.
Þá byrja skólabjöllurnar að hringja
og börnin hefja námið enn á ný.

Þegar fölva slær á hæð og hóla
og hrímið fikrar sig um gróðurlaut
líður öllum vel í Ártúnsskóla
og æskan leysir hverja kennsluþraut.

Svo herðir tíð og hríðarbyljir flytja
harðindi og úrill fannakóf
en börnin yfir fræðibókum sitja
og búa sig að taka lokapróf.

Svo vorar aftur, allt er slegið ljóma
ylrík sólin vekur jörð á ný
og skólabjöllur hætta senn að hljóma
þá hendast allir burt í sumarfrí.

Hér má hlusta á skólasönginn