Fréttir frá skólasafni Ártúnsskóla

Fréttir skólasafns

Skólasafn - aukaverkefni í lestri og ritun

Aukaverkefni á Skólasafni skólans í 1. til 4. bekk eru bæði tengd lestri og ritun. Nemendur fá að velja sér verkefni og geta unnið mörg í hverjum hluta. Lestrarverkefnið heitir „Lestu fyrir þig", þar velja nemendur létta lestrarbók og skrifa stutta frásögn úr henni. Ritunarverkefnin eru þrjú; „Ég get skrifað bréf", „Ég get samið ljóð" og „Ég er rithöfundur". Í því síðasta velja nemendur mynd og skrifa sögu út frá henni. Þetta eru vinsæl verkefni og það vinsælasta er að skrifa bréf.

Fjölbreytt starf á skólasafni

Allir bekkir grunnskólans koma á skólasafnið einu sinni í viku og vinna fjölbreytt námsverkefni eins og að skrifa bókmenntaritgerð, heimildaritgerð, upplýsingaöflun af neti, vinna tímarit, hlusta á lesnar sögur, vinna lesskilningsverkefni, skrifa endi á sögur sem hafa verið lesnar, ratleikur um safn, öryggi á neti og fleira. Utan þessa verkefna eru ýmis aukaverkefni sem nemendur fá að fara í. Næstu daga koma stuttar fréttir af skólasafninu sem fjalla um starfið sem þar fer fram.

Regnbogaritun er eitt verkefnið, sem nemendur í 2. til 5. bekk vinna. Ritunarverkefnið gengur út á að nemendur draga spýtur í sex mismunandi litum og hefur hver litur sitt hlutverk í rituninni. Gulur stendur fyrir aðalpersónu, appelsínugulur aukapersónu, rauður er atburðurinn í sögunni, grænn er sögusvið úti og blár sögusvið inni og að lokum stendur fjólublár fyrir einhvern aukahlut sem fléttast inn í söguna. Nemendur skrifa svo skemmtilega sögu þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín. Nemendur hafa ákaflega gaman af þessari ritun.

Lestrarsprettur Ártúnsskóla 2015

lesskilningshjolLestrarátak skólasafnsins stendur yfir frá 26. janúar til 6. febrúar, en lesa má yfir helgina og skila skráningu mánudaginn 9. febrúar. 
Að þessu sinni verður einkenni átaksins 3-2-1. Nemendur svara spurningum úr textanum sem lesinn er:
3 spurningum um atriði sem þau lærðu við lesturinn...
2 spurningum um áhugaverðar staðreyndir...
1 spurningu sem vaknaði við lesturinn....

Nánari upplýsingar má sjá hér

Tröllalestur

trollVikuna 10. - 16. nóvember er Norræn bókasafnavika. Í ár eru tröll þema vikunnar og af því tilefni hefur verið útbúið nýtt lestrarátak á skólasafni skólans með tröllaþema. Eru það tvö stig af lestrargráðum, tröllkarl af 1. stigi og tröllskessa af 2. stigi. Lestrarátakið er ætlað nemendum í 3.-7. bekk.
Vonandi verða nemendur jafn ánægðir með tröllalesturinn eins og prinsessu- og drekalesturinn.

Bestu lestrarkveðjur,
Guðrún á bókasafninu

Bangsadagur

bangsadagur 2014Alþjóðlegi Bangsadagurinn var 27. október. Á föstudaginn næsta, þann 31. október verður haldið upp á Bangsadaginn í Ártúnsskóla. Að því tilefni stendur skólasafnið fyrir „Gúmmí-bangsa-getraun". Nemendur giska á fjölda gúmmí-bangsa í krukku á safninu. Á Bangsadaginn fær sá nemandi sem kemst næst fjöldanum viðurkenningu.
Bangsar eru velkomnir í skólann á föstudaginn og nemendafélagið FUÁ stendur fyrir náttfatadegi þennan dag. Í tilefni dagsins verða nemendur í 4. ST með bangsaleikrit á samverunni sinni um föstudaginn.

Bangsakveðja frá skólasafni Ártúnsskóla