Um skólasafnið

Um skólasafnið

Skólasafnið er staðsett miðsvæðis í skólanum og er opið alla virka daga á starfstíma skólans. Safnkosturinn er tölvuskráður og auðveldar það öflun og úrvinnslu upplýsinga. Á safninu er eru opnir útláns tímar og svo lokaðir tímar þar sem kennsla fer fram í öllum árgöngum. Sjálfsafgreiðsla nemenda er viðhöf á safninu við útlán bóka og nemendur í elstu bekkjum aðstoða við frágang bóka.
Nemendur geta fengið lánaðar eina til tvær bækur heim til tómstundalesturs. Þar að auki fá nemendur lánaðar ýmsar bækur til verkefnavinnu. Hver nemandi má því hafa allt að fjórar bækur að láni í senn og útlánstími er tvær vikur.
Kennsla á bókasafni hjá eldri nemendum snýr helst að mismunandi vinnu við efniskönnun, bæði af neti og úr bókum. Unnið er einstaklingslega, í paravinnu eða í hópum. Ásamt ritgerðarskrifum, heimildavinnu og lausnarleitarnámi með verkefnakynningu og jafningjamati í lok verks.
Yngri nemendur vinna einnig að efniskönnun einstaklingslega og í paravinnu af neti og úr bókum. Verkefnin eru léttari og miðast við getu hvers og eins. Auk þess er unnið með samlestur, upplestur og sögugerð, ásamt lesskilningsverkefnum þar sem málvitund nemenda er aukin.
Á skólasafninu er unnið út frá nýrri Aðalnámsskrá og er lögð áhersla á að nemendur nýti sér þá tækni sem er til staðar í skólanum, öðlist hæfni í að afla upplýsinga af netmiðlum, nái tökum á úrvinnslu gagnanna og miðlun þeirra. Einnig er lögð áhersla á sköpun og að nemendur tileinki sér gott vinnulag, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í að vinna með öðrum.

Skólasafnskennari og umsjónarmaður skólasafns er: Guðrún Þórðardóttir.