Fréttir frá skólasafni Ártúnsskóla

Tröllalestur

trollVikuna 10. - 16. nóvember er Norræn bókasafnavika. Í ár eru tröll þema vikunnar og af því tilefni hefur verið útbúið nýtt lestrarátak á skólasafni skólans með tröllaþema. Eru það tvö stig af lestrargráðum, tröllkarl af 1. stigi og tröllskessa af 2. stigi. Lestrarátakið er ætlað nemendum í 3.-7. bekk.
Vonandi verða nemendur jafn ánægðir með tröllalesturinn eins og prinsessu- og drekalesturinn.

Bestu lestrarkveðjur,
Guðrún á bókasafninu