Fréttir frá skólasafni Ártúnsskóla

Lestrarsprettur 2016

lestur 2016Í janúar á hverju ári stendur skólasafn skólans fyrir lestrarátaki. Í ár stendur átakið yfir frá 26. janúar til 5. febrúar en lesa má yfir helgina og skila skráningu mánudaginn 8. febrúar. Mikilvægt er að foreldrar fylgist vel með lestri barna sinna og hvetji þau til að lesa eins mikið og þau komast yfir.

Að þessu sinni verður lestrarspretturinn tileinkaður fjölbreytileika bóka. Gott væri að ræða við börnin um mismunandi ritverk og fjölbreytileika bóka, skáldsaga, myndasaga, fræðibók, ljóðabók, spennubók, ástarsaga, matreiðslubók, ævintýrabók, draugasaga o.s.fr. Minnt er á, að á flestum heimilum eru til áhugaverðar bækur til lestrar og svo er bent á Ársafn.

Skráningarblaðið lestrarsprettsins má sjá hér