Fréttir frá skólasafni Ártúnsskóla

Á skólasafni er skemmtilegt að vera

Á skólasafninu er vikuleg getraun sem nemendur hafa val um að taka þátt í. Á föstudagssamveru er síðan einn heppinn nemandi dreginn út. Á safninu er einnig að finna „Tungubrjót vikunnar" með setningum sem eru erfiðar í framburði.
Bangsasafn skólans heldur til á safninu og allir verðlaunagripir sem skólanum hefur áskotnast í gegnum tíðina.
Í skólastofu hluta safnsins er að finna „Frammistöðumæli" sem mælir hávaða og vinnusemi nemenda, þar eru „Nafnapinnar" með nöfnum allra nemenda skólans svo hægt sé að draga umsjónarmenn og upplesara. Stundum koma góðir gestir í heimsókn. Á skólasafninu fara lestrarsprettir fram og þar er að finna óskilamuna körfu, sem er full þessa dagana.
Fyrsta verkefni allra bekkja að hausti, er að fylla út blað þar sem nemendur skrifa niður þær bækur sem þeir lásu yfir sumarið. Eru nemendur því hvattir til að vera duglegir að lesa bækur í sumar og heimsækja almenningssöfnin.