Fréttir frá skólasafni Ártúnsskóla

Valpinnar á Skólasafni

Á skólasafninu í lok kennslustundar fá nemendur að draga „valpinna" með skemmtilegum aukaverkefnum ef tími gefst til. Á valpinnunum eru einhver óvænt skemmtileg verkefni að leysa og vita nemendur ekki hvað þeir draga, heldur á það að koma á óvart. Með þessu fá nemendur tækifæri til að gera eitthvað nýtt og órannsakað, eitthvað sem þeir hefðu jafnvel aldrei valið að gera. Þetta er skemmtileg leið til að víkka sjóndeildarhringinn.