Námsver

Námsver

Kristín Unnsteinsdóttir veitir námsveri skólans forstöðu. Auk sértæks stuðnings við einstaka nemendur stefnir hún að því að taka virkan þátt í einstökum þemaverkefnum úti í bekkjardeildunum. Kristín leggur áherslu á skapandi sögugerð og tjáningu og býður upp á sandleik og vinnu með ævintýri.

Kristín tekur þátt í teymi skólastjórnenda, kennara, námsráðgjafa, sálfræðings, þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa um að leita úrræða fyrir þá nemendur sem þurfa á sértækum stuðningi að halda í náminu. Kristín er ráðgefandi hvað varðar skipulag og framkvæmd sértæks stuðnings við nemendur skólans.

Viðtalstími Kristínar er eftir samkomulagi. 
Netfang:
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Vefur Kristínar