Skip to content

Að byrja í Ártúnsskóla

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur auglýsir innritun nýrra nemenda. Innritun er í kringum mánaðarmótin febrúar/mars ár hvert. Innritun fer fram hér. 

Á foreldravef Reykjavíkurborgar eru gagnlegar upplýsingar um upphaf grunnskólagöngu. Foreldravefurinn. 

Ártúnsskóli er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístund. Nemendur eru því nokkuð heimavanir við yfirfærsluna í grunnskólann og það hjálpar þeim oft í því stóra þroskaskrefi að fara úr leik- í grunnskóla.

Hagnýt atriði varðandi upphaf skólagöngu
Fístundaheimili er í Ártúnsskóla og umsókn í frístundaheimilið fer fram í Rafrænni reykjavík.

Mötuneyti er rekið í skólanum og skráning og uppsögn fer fram í Rafrænni reykjavík. Gjaldskrá má sjá hér. 

Skóladagatal er á heimasíðu skólans og að vori er gefið út nýtt skóladagatal fyrir skólaárið sem á eftir kemur. Skólasetningardagur kemur fram á skóladagatali ár hvert sem og skólaslit. Skóladagatal Ártúnsskóla.

Hagnýtar upplýsingar um skólastarfið má nálgast í starfsáætlun skólans. Starfsáætlun Ártúnsskóla.

Skólaheimsókn að vori
Skólinn býður verðandi 1. bekkingum og foreldrum þeirra að heimsækja skólann í maí. Nemendur fá ásamt foreldrum sínum póst heim þar sem þeim er boðið í heimsóknina.

Dagskrá er í meginatriðum þessi:
– Verðandi umsjónarkennari bekkjarins tekur á móti nemendum og fylgir þeim inn í kennslustofu.
– Foreldrar fá upplýsingar um ýmis mikilvæg atriði í skólastarfinu og stefnu og sérkenni skólans.
– Sérkennari kynnir fyrirkomulag sérkennslu og þroskapróf sem lögð eru fyrir nemendur í 1. bekk.
– Náms- og starfsráðgjafi kynnir starf sitt og hvernig það nýtist yngstu nemendum skólans.
– Skólasálfræðingur kynnir þjónustu Þjónustumiðstöðvar fyrir íbúa Árbæjar og Grafarholts.
– Skólahjúkrunarfræðingur kynnir starf sitt og segir frá því hvernig hann kemur að starfi 1. bekkjar.
– Starfsmaður Frístundaheimilis kynnir hvaða þjónusta væntanlegum nemendum stendur til boða.

Loks er nemendum og foreldrum boðið í skoðunarferð um skólahúsnæðið.

Að hausti - áður en skóli hefst
Áður en skóli hefst að hausti eru nemendur boðaðir í viðtal til umsjónarkennara. Þar fá nemendur stundaskrá og hópaskiptingar. Stundaskrár eru svo aðgengilegar í mentor eftir að skóli hefst.

Nemendur þurfa að hafa með sér í skólann skólatösku og hollt og gott nesti ásamt íþrótta- og sundfatnaði þá daga sem íþróttir og sund eru í stundaskrá.

Kynningarfundur að hausti
Um miðjan september er kynningarfundur hjá umsjónarkennara um skólastarf vetrarins og þar fá foreldrar kynningu um skipulag skólastarfs í 1. bekk.