Ártúnsskóli

Ártúnsskóli  hóf starfsemi í núverandi mynd haustið 2012 með sameiningu leikskólans Kvarnaborgar, grunnskólans Ártúnsskóla  og frístundaheimilisins Skólasels.  Skólastjóri Ártúnsskóla er Rannveig Andrésdóttir. Leiðarljós skólans eru Árangur – Virðing – Vellíðan. Starf skólans er byggt á samstarfi og samvinnu í anda sterkrar liðsheildar þar sem hver einstaklingur hefur mikilvægu hlutverki að gegna.

Í leikskóladeildinni eru ár hvert um 65 börn á aldrinum 18 mánaða – 6 ára, á þremur deildum. Opnunartími á leikskólanum er 7:30 - 17:00. Aðstoðarleikskólastjóri er Hólmfríður Bjargey Hannesdóttir. 

Í grunnskóladeildinni við upphaf skólaárs 2018-2019 eru 190 nemendur á aldrinum 6 - 12 ára í sjö árgöngum. Unnið er með alla árganga í anda samvinnu og samstarfs eins og um einn námshóp væri að ræða. Kennsla hefst skv. stundaskrá kl. 8:25.  Að jafnaði stendur skóladagur skv. stundaskrá í grunnskólanum frá kl. 8:25 til 13:25/14:00. Skólinn er opnaður kl. 8:15 fyrir nemendur. Aðstoðarskólastjóri er Ellen Gísladóttir.

Í frístundaheimilinu Skólaseli eru við upphaf skólaárs skráðir 90 nemendur á aldrinum 6 - 9 ára. Skólaselið er opið til kl. 17:00 frá því að kennslu lýkur. Forstöðumaður Skólasels er Hanna Sóley Helgadóttir.

Forföll nemenda ber að tilkynna við upphaf hvers skóladags. 

Skrifstofa skólans er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00 - 15:00. Á miðvikdögum er skrifstofan opin til kl. 16:00.

Símanúmer skólans eru: Grunnskóli 411-7670 | Leikskóli 411-7690 | Skólasel 411-7683/664-7621. 

Netfang skólans er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.