Skip to content

Skólasund

Skólasund fer fram í Árbæjarlaug. Trex - hópferðamiðstöðin annast sundakstur.

Ef óskað er eftir leyfi fyrir nemanda úr einstaka sundtíma skal hafa samband beint við sundkennara, Úlf Arnar Jökulsson. Netfang  hans er ulfur.arnar.jokulsson@rvkskolar.is. Ef nemandi getur ekki stundað sund af heilsufarsástæðum verður að leggja fram læknisvottorð.

Eldri bekkir sem eiga sundtíma utan hefðbundins skólatíma geta komið í rútuna við skólann eða á hefðbundnum ,,stoppistöðvum" strætó á Streng og Straumi. Áríðandi er að nemendur mæti tímanlega á stoppistöðvarnar, a.m.k. 15 mínútum fyrir upphaf sundtíma. Foreldrar/forráðamenn þurfa að láta vita ef nemandi á ekki að taka sundrútuna til baka eftir sundtíma.