Skip to content

Skólareglur

Nemendum á grunnskólaaldri (6 - 16 ára) er skylt að sækja grunnskóla skv. grunnskólalögum nr. 91/2008.

Skólareglur Ártúnsskóla

Við nemendur í Ártúnsskóla:
o mætum stundvíslega í skólann og virðum skipulag skólastarfs.
o sýnum ávallt kurteisi og hlýðum starfsfólki skólans.
o leggjum okkur fram og vinnum verk okkar vel.
o göngum vel um skólann og umhverfi hans.
o sýnum tillitssemi og umburðarlyndi í garð hvers annars.
o höfnum ofbeldi og einelti.

Nánari útlistun á skólareglunum má sjá hér Almennar skólareglur Ártúnsskóla

 

Reglur um ástundun, veikindi og leyfi nemenda

Skólastjóra er heimilt að veita undanþágu frá skólasókn telji hann gildar ástæður til þess og foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi á meðan á undanþágu stendur.

Leyfi frá skólasókn má sækja um hjá umsjónarkennurum fyrir allt að tvo daga. Leyfi um fram 2 daga þarf að sækja um á sérstöku eyðublaði. Eyðublaðið má nálgast hér. 

Veikindi ber að tilkynna daglega, áður en kennsla hefst að morgni í gegnum mentor eða símleiðis á skrifstofu skólans.

Reglur um ástundun/skólasókn nemenda

Reglur um veikindi og leyfi nemenda

 

Skóla- og frístundasvið hefur sett verklagsreglur varðandi agabrot.

Viðbrögð við agabrotum - verklagsreglur Skóla- og frístundasviðs 

Viðbrögð við agabrotum - mynd