Skólaráð Ártúnsskóla
Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.
Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að skólaráð grunnskóla og foreldraráð leikskóla starfi sameiginlega í einu ráði í samreknum leik- og grunnskóla, skv. 45. gr. laga um grunnskóla. Miða skal við að fulltrúar nemenda komi úr efstu bekkjum grunnskólans og að fulltrúar foreldra og kennara komi frá báðum skólastigum. Ákvæði þetta gildir einnig um skóla þar sem tvö eða fleiri sveitarfélög hafa samvinnu um rekstur hans, sbr. 1. mgr. 45. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.
Við samrekinn skóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.
Fulltrúar í skólaráði 2020 - 2021
Ellen Gísladóttir - skólastjóri
Guðrún Bára Gunnarsdóttir - fulltrúi stjórnenda
Hólmfríður Bjargey Hannesdóttir - fulltrúi leikskóla
Birgitta Thorsteinson- fulltrúi grunnskólakennara
Bárður Steinn Jóhannesson - fulltrúi starfsmanna
Hanna Sóley Helgadóttir - fulltrúi frístundar
Guðmundur Páll Friðbertsson - fulltrúi foreldra
Helga Tryggvadóttir - fulltrúi foreldra
Helga Guðrún Snjólfsdóttir - fulltrúi foreldra
Lára Sigríður Lýðsdóttir - fulltrúi foreldra
Þráinn Fannar Gunnarsson - fulltrúi foreldrafélags
Valdimar Ísfeld Snæbjörnsson - fulltrúi nemenda
Sóldís Perla Marteinsdóttir - fulltrúi nemenda