Umsóknir

Umsókn í Skólasel

Sótt er um dvöl á frístundaheimili á rafrænu formi í Rafrænni Reykjavík. 

Skráningar hefjast í febrúar ár hvert fyrir vistun í Skólaseli.

Ef viðkomandi hefur ekki stofnað sína síðu í Rafrænu Reykjavík, skráir hann kennitölu sína undir NÝSKRÁNING og smellir á Áfram. Þá þarf að gefa upp netfang og senda það.  Eftir skamma stund kemur tölvupóstur á það netfang með nafni og lykilorði sem notað er til að skrá sig inn. Heppilegt er að breyta lykilorðinu í eitthvað sem auðvelt er að muna. Það er gert inni á Rafrænni Reykjavík.

Til að sækja um frístundaheimili fyrir barn á að velja Umsókn um frístundaheimili og fylla hana út eftir þeim leiðbeiningum sem kom fram á skjánum.

Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun má hafa samband við skrifstofu skólans.

Ekki er hægt að tryggja öllum börnum dvöl í frístundaheimili fyrr en tekist hefur að manna stöður frístundaleiðbeinenda/ráðgjafa. Umsóknum verður raðað eftir því hvenær þær berast. Börn sem eru í 1. bekk hafa forgang um dvöl á frístundaheimilum. Ennfremur njóta börn sem búa við sérstakar aðstæður forgangs skv. vinnureglum sem skóla- og frístundasvið setur.

Hægt er að segja upp dvöl á frístundaheimili á Rafrænni Reykjavík eða með tölvupósti eða skriflegu bréfi til verkefnastjóra Skólasels.