Skólasel - Frístund

Skólasel

Skólasel er frístundaheimili Ártúnsskóla og er staðsett inni í skólahúsnæðinu. Þar er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6 – 9 ára barna lýkur. Beinn sími í Skólasel er 411-7683 og gsm númer er 664-7621.

Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

Upplýsingar um gjaldskrá má finna í gjaldskrá frístundaheimilanna.

Hægt er að nota frístundakort til greiðslu dvalargjalda á frístundaheimilum. Nánari upplýsingar um notkun frístundakorts.

Verkefnastjóri Skólasels er Hann Sóley Helgadóttir. Sérstaklega er mælt með því að foreldrar hafi samband  fyrir hádegi til að minnka álagið á símanum meðan börnin eru á frístundaheimilinu. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang verkefnisstjóra sem finna má undir flipanum starfsfólk á heimasíðunni.