Skólavinir

skolavinirÍ Ártúnsskóla eru nemendur í 7.bekk skólavinir.  Hlutverk þeirra  er að bera ábyrgð á og hafi eftirlit með yngstu skólasystkinum sínum úr 1. 2. 3. og 4. bekk í frímínútum klukkan 10.00 - 10.20, 11:40 - 12:00 og aðstoða á Föstudagssamverum.

Úti í frímínútum klæðast skólavinir sérmerktum vestum eða úlpum.

Skólavinir starfa tveir saman, eina viku í senn. Í lok hverrar viku er starf þeirra metið af aðstoðarskólastjóra og veitt umbun þeim sem sinnt hafa hlutverki sínu af ábyrgð.