Háholt

Útinám hjá elstu nemendum leikskólans

Elstu börnin á leikskólanum hafa notið sín vel í útikennslu í haustblíðunni. Þau hafa prófað að snyrta tré og búa til kurl í beðin, fundið lítil sjálfsáin tré, æft sig að þekkja kennileiti og farið í ýmsa námstengda leiki. Í vikunni fóru þau út með vatnsliti og máluðu stóru steinana á lóð grunnskólans.

Hrósdagur

Föstudaginn síðastliðinn, 1. mars var alþjóðlegur hrósdagur. Á Háholti var unnið mikið með hrós, hvað það þýðir og hvernig við notum hrós. Börnin bjuggu einnig til broskalla sem þau tóku svo með sér heim.

Myndlist frá Háholti á Ársafni

Í tilefni af Vetrarhátíð í febrúar var leikskólanum boðið að vera með myndlistasýningu á Ársafni. Nemendur og starfsfólk á Háholti fóru með 12 börn síðastliðinn mánudag á Ársafn og hengdu upp myndir, seinni hópurinn fer 11. febrúar. Það var vel tekið á móti hópnum og nornasaga lesin fyrir börnin. Foreldrar eru velkomnir á sýninguna á opnunartíma safnsins en einnig er opið á sunnudögum á Ársafni.

Frétt frá Háholti

Leikskólinn notar mikið einingakubbana Caroline Pratt. Kubbarnir eru efniviður sem býður börnunum upp á það að læra á fjölbreyttan hátt í gegnum leik. Kubbarnir ýta undir sköpunargáfu og efla rökhugsun því kubbarnir eru í ákveðnum stærðfræðilegum hlutföllum. Börnin á Háholti nýta kubbana á miðvikudögum eða fimmtudögum.  Börnin hafa mjög gaman af því að byggja úr kubbunum og frábært er að sjá hvað þau eru skapandi og vinna vel saman. Hér fyrir neðan eru myndir sem við tókum af nokkrum börnunum í leik í einingakubbunum.
Það eru einnig myndir frá fjólubláadeginum okkar síðastliðinn föstudag. Þá klæddumst við fjólubláum og bláum fötum, fengum okkur plómur í ávaxtastund og bláberjaskyr í hádegismat.

  • 1
  • 2