Árholt

Árholt - fréttir

Nú er haustið komið með allri sinni litadýrð og nemendur og starfsfólk á Árholti ákváðu að fara út í gönguferð og skoða laufin og haustlitina. Þau tíndu mikið af laufblöðum og fóru með á leikskólann. Á leikskólanum voru laufblöðin sett inní dagblöð og þurrkuð í nokkra daga. Þegar laufblöðin voru orðin þurr voru þau notuð í listsköpun. Meðfylgjandi fréttinni eru nokkrar myndir af flottu krökkunum á Árholti!