6.BIG - fréttir

Samvera september

Frá föstudagssamveru 5. BIG

Nemendur í 5.BIG fluttu frumsamda leikritið ,,Engin flóttaleið" á föstudagssamveru síðastliðinn föstudag. Í hugmyndavinnunni óskuðu nemendur eftir því að skapa eitthvað alveg nýtt og úr varð að bekkurinn samdi í sameiningu draugasögu í ritunartíma í janúar sem nýtt var sem grunnur að leikriti. Upp úr því hófst vinna við að skapa persónur, semja handrit og æfa leikrit. Nemendur sáu að miklu leiti um alla vinnuna sjálfir og voru ánægðir með heimsfrumsýninguna á leikritinu ,,Engin flóttaleið". 

Föstudagssamvera 4.ST - bangsaleikrit

Bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur í Ártúnsskóla s.l. föstudag og af því tilefni sýndi 4. ST þrjú bangsaleikrit á samveru á sal. Nemendur máluðu sjálfir leikmyndina og stóðu sig með mikilli prýði. Segja má að nemendafjöldinn hafi tvöfaldast þennan dag því að allir nemendur skólans mættu með bangsana sína og var því sannkallað bangsafjör í skólanum þennan dag!