Nemendaverðlaun skóla- og frístundasviðs 2017

Símon Orri Sindrason hlaut Nemendaverðlauna skóla- og frístundarsviðs vorið 2017 fyrir framúrskarandi námsárangur og vera öðrum góð og sterk fyrirmynd í framkomu, íþróttum og námi. Verðlaunin voru afhent mánudaginn 29.05. við hátíðlega athöfn í Laugarlækjarskóla. Foreldrar Símonar tóku á móti verðlaununum fyrir hans hönd þar sem hann var í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði með bekknum sínum.