7.LB - fréttir

Nemendaverðlaun skóla- og frístundasviðs 2017

Símon Orri Sindrason hlaut Nemendaverðlauna skóla- og frístundarsviðs vorið 2017 fyrir framúrskarandi námsárangur og vera öðrum góð og sterk fyrirmynd í framkomu, íþróttum og námi. Verðlaunin voru afhent mánudaginn 29.05. við hátíðlega athöfn í Laugarlækjarskóla. Foreldrar Símonar tóku á móti verðlaununum fyrir hans hönd þar sem hann var í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði með bekknum sínum. 

 

Skapandi samráð í hverfaskipulagi borgarinnar

Fimmtudaginn 9. júní opnaði borgarstjóri sýningu í Tjarnarsal Ráðhússins þar sem sýnd voru líkön af hverfum borgarinnar unnar af grunnskólanemum. Nemendur í 6.LB áttu þar líkan af Ártúnshverfi. Borgarstjóri veitti þátttökuskólunum viðurkenningu.
Verkefnið var unnið í samstarfi við hverfaskipulag borgarinnar og kallast Skapandi samráð. Verkefnið er hluti af stærra verkefni á vegum umhverfis- og skipulagsvið Reykjavíkurborgar um hverfisskipulag fyrir alla Reykjavík
Yfirmarkmið hverfisskipulagsins er að stuðla að því að hverfi borgarinnar verði sjálfbærari, vistvænni og meira heilsueflandi.

Smíði hjá 6.LB

Smíðahópur 6.LB fékk að glíma við ýmis verkefni í hönnun og smíði á önninni. Oft reyndi á samvinnu nemenda, svo sem við það að saga niður trjáboli. Allir hönnuðu líka og bjuggu til sinn eigin bíl og skemmtu sér síðan vel í bílaleik um alla ganga skólans.

Jólaskemmtun

Nemendur í 6.LB sáu um jólaskemmtun í skólanum þetta árið og tókst sýning framúrskarandi vel. Nemendur settu á svið hátíðlegan helgileik og sýndu síðan skemmtilegt jólaleikrit sem fjallaði um ofgnótt jólanna, sjö frænkur og skrýtinn frænda. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og áhorfendur höfðu gaman af sýningunni. Það má með sanni segja að helgileikurinn hafi fyllt nemendur, gesti og starfsfólk skólans hinum sanna jólaanda.