2.SÞ - fréttir

Samvera í mars

Himingeimurinn hefur verið á dagskrá hjá 2. SÞ undanfarnar vikur. Nemendur hafa tekið þátt í hringekju með 3. og 4. bekk og fræðst um sólkerfið og himingeiminn. Leikræn tjáning hefur einnig tengst verkefninu þar sem nemendur í 2. SÞ sýndu leikrit um himingeiminn á samveru og stóðu sig með mikilli prýði. 

Föstudagssamvera 2. SÞ

Á föstudagssamveru 2. SÞ sýndu nemendur tvö leikrit um hana Siggu Viggu. Í bekknum hefur nýlega verið lokið við að lesa bók sem heitir Sigga Vigga og börnin í bænum. Sigga Vigga er góður vinur allra barna í bænum og hefur ráð undir rifi hverju.
Fjögur frumsamin leikrit af nemendum í 2. SÞ voru einnig sýnd á samverunni og voru þau fjölbreytt og skemmtileg.
Það eru sannarlega hugmyndaríkir og skapandi nemendur í þessum bekk. Sviðsmynd var unnin af nemendum með aðstoð Völu stuðningsfulltrúa.

Haust 2016

Vettvangsferð 1. SÞ

Nemendur í 1.SÞ fóru í vettvangsferð í Elliðaárdal. Byrjað var á því að ganga upp að stíflu og gefa öndunum brauð og skoða gæsir með unga og fiskana í ánni. Síðan var gengið sem leið lá niður í hólma þar sem við borðuðum nesti og lékum okkur í skóginum í veðurblíðunni.