1.LH - fréttir

Danskennsla

Síðasti danstíminn hjá 1.LH var í dag og var foreldrum velkomið að koma og fylgjast með. Bekkurinn var þéttsetinn og nemendur stóðu sig með prýði. 

Jólatré

Nemendur í 1.LH héldu fylktu liði, fimmtudaginn 24. nóvember niður í Elliðaárdal í Grenndarskóg Ártúnsskóla og völdu fyrir skólann gott jólatré. Í Grenndarskógi tók á móti hópnum fulltrúi frá Umhverfis– og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Tréð var sagað niður af skógarhöggsmanni og svo fært heim í skóla. Nemendur 1.bekkjar létu ekki sitt eftir liggja og héldu á fallegum greinum af trénu til að skreyta stofuna sína og færa öðrum árgöngum.

Skólabyrjun 1. LH

Skólastarfið hjá 1. LH fer vel af stað og börnin eru ákaflega dugleg og áhugasöm.  Þau hafa skoðað skólann að innan sem utan og eru að læra skólareglurnar.    Í stærðfræði er grundvöllur lagður að talnaskilningi nemenda með því að aðgreina og flokka t.d. eftir lit, stærð, lögun og fjölda.