5.KHL - fréttir

Nemendur í 4. GV tóku þátt í landgræðslu

Efling gróðurlendis í Landnámi Ingólfs og endurheimt glataðra landgæða er meginviðfangsefni samtakanna ,,Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF)“

Með því að nýta lífræn úrgangsefni sem falla til frá þéttbýlistengdri starfsemi á svæðinu til að græða upp örfoka land fær hugtakið sjálfbær þróun jarðtengingu og raunverulega merkingu.
Þetta er annað árið sem nemendur Ártúnsskóla taka þátt í verkefninu, jákvæðir og glaðir tóku þeir til hendi og fengu mikið lof fyrir dugnað.

Nemendur í 4.GV lásu fyrir leikskólanemendur

Nemendur í 4.GV fóru í heimsókn út á leikskóla í vikunni og lásu fyrir leikskólabörnin. Bæði eldri og yngri nemendur höfðu gaman af heimsókninni. 

Föstudagssamvera 4. GV

Nemendur í 4. GV voru með bangsasamveru síðast liðinn föstudag á bangsadegi skólans og sýndu tvo leikþætti um vináttuna. Þar sem Hrekkjavaka var alveg á næsta leiti gerðust atburðirnir í leikritunum á Hrekkjavöku.

Fuglahús

Nemendur í smíðahóp 4.bekkjar eru að smíða fuglahús. Fyrst þurfti að skipta 4,8 metra löngum plönkum í 80 sentimetra búta svo hver og einn fengi mátulega mikið efni. Krakkarnir mældu plankana og söguðu sjálf eftir merkingunum.