Samvera á sal hjá 5. LÓ

Nemendur í 5. LÓ tóku fullan þátt í plastlausum september og þema samverunnar hjá þeim var það viðfangsefni. Nemendur fengu spurninguna "Hvað getum við gert til þess að minnka plast í umhverfinu?" og áttu að svara henni á skapandi hátt. Það sem varð fyrir valinu voru hreyfimynd, myndband, spurningaþættir, teiknimyndasögur og leikrit. Nemendur voru greinilega fróðir um plast og höfðu mikið lært í mánuðinum um plast og mengun þess í náttúrunni. Samveran heppnaðist stórkostlega og eru nemendur og kennarar ánægðir með árangurinn.