4.EÓ - fréttir

4EÓ Samvera í febrúar

Samveran var löng og „græn“ og lukkaðist mjög vel.  Áherslan var á umhverfismennt og hvernig hægt er að hjálpast að við að flokka og hugsa vel um jörðina saman.  Svo sýndu nemendur hæfileika sína á ýmsum sviðum, hljóðfæraleik, dans og söng.

Uppskera

Þann 1. september fór 4.EÓ á Árbæjarsafn að taka upp kartöflur sem þau höfðu sett niður síðastliðið vor. Bekknum var skipt upp í fjóra hópa og fengu allir hópar bæði að bera vatn dágóðan spöl sem notað var til þess að skola kartöflurnar og taka upp kartöflur með gaffli. Með þessu verkefni fengu nemendur að kynnast vinnubrögðum sem tíðkuðust hér áður fyrr.

Uppskeran var virkilega góð. Bekkurinn fékk það stærðfræðiverkefni að reikna út hversu margar kartöflur þau höfðu tekið upp. Allir nemendur fengu að taka 15 kartöflur með sér heim og afganginn fékk Anna í mötuneytinu. Nemendur fundu út að kartöflurnar væru á bilinu 600-700 talsins.

Þennan dag var einstaklega gott veður sól og blíða. Allir nemendur nutu sín  ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum.

Við viljum þakka Árbæjarsafni innilega fyrir samstarfið.

kveðja, 4. EÓ

 

Hreyfimyndagerð

Nemendur í 3. EG bjuggu til hreyfimyndir í spjaldtölvunum í vetur í samvinnuverkefni með bókasafninu. Þetta var einstaklega skemmtilegt verkefni þar sem nemendur lærðu að nýta spjaldtölvurnar til skapandi vinnu. 

Afraksturinn má sjá hér. 

Frá föstudagssamveru 3. EG

Nemendur 3. bekkjar stóðu fyrir föstudagssamveru 8. apríl. Nemendur fengu að þessu sinni að ráða efnisvalinu að mestu leiti sjálfir og á dagskrá voru hljóðfæraleikur, tískusýning, söngur, frumsamin leikrit, tilraun, galdrar, dans og upplestur. Nemendur stóðu sig mjög vel og allir fengu að láta ljós sitt skína.