Skip to content

Nemendafélag Ártúnsskóla - FUÁ

Nemendafélag Ártúnsskóla var stofnað 29. apríl 2005. Haustið 2004 fékk skólinn styrk frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til að koma á laggirnar starfi til að efla félagsfærni yngstu aldurshópa grunnskólans en það tengist sérstaklega markmiðum lífsleikni. Ákveðið var að stofna félag nemenda og stefnt að þátttöku allra árganga. Markmiðið með þessu starfi er að efla félagsfærni yngstu aldurshópa grunnskólans með áherslu á þekkingaröflun, mótun forystuhæfileika og að styrkja samstarfslipurð með nemendum á aldrinum 6 - 12 ára. Elstu árgangar skólans, 10, 11 og 12 ára, verða leiðandi afl í félaginu og skipa forystuhlutverk félagsins. Nemendur hljóta þjálfun í félagslegri ábyrgð og að vinna að mótun skipulags og áætlanagerðar fyrir starfsemi félagsins. Þá fá þeir þjálfun í fundarstjórn og samskiptum við félagsmenn. 6 - 9 ára nemendur mynda nokkurs konar fulltrúaráð og gefst kostur á að senda til skiptis fulltrúa á fundi FUÁ. Með þeim hætti ættu þau að fá tilfinningu fyrir skipulagi og starfsemi félagsins og öðast þannig reynslu með auknum þroska til að takast á við verkefnið sem elstu nemendur skólans.

Á stofnfundinum voru samþykkt lög félagsins.

Samkeppni var haldin meðal nemenda í 5. - 7. bekkjum um nafn á félagið og var samþykkt á stofnfundinum að félagið skyldi heita Félag ungmenna í Ártúnsskóla, FUÁ. Hugmyndina að nafninu átti Örn Hrafnsson í 7. AS.

Ársskýrslur félagsins