Skip to content

Námsráðgjafi skólans er Erna Ýr Styrkársdóttir.

Viðvera námsráðgjafa er mánudaga - fimmtudaga frá kl. 8:30 - 14:30 og föstudaga frá kl. 9:30 - 13:30.

Hlutverk námsráðgjafa er að vera talsmaður nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra.  Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.  Öllum nemendum og foreldrum stendur til boða að leita til námsráðgjafa.

Forráðamenn geta pantað tíma hjá námsráðgjafa í síma 411-7670 eða með tölvupósti á netfangið erna.yr.styrkarsdottir@rvkskolar.is