Námsmat
Í Ártúnsskóla er lögð áhersla á fjölbreytt námsmat sem er ætlað það hlutverk að vera leiðbeinandi fyrir nám og kennslu í margbreytilegum nemendahópi.
Skólaárinu í grunnskóla er skipt í þrjár námsannir haust-, vetrar- og vorönn.
Í lok vetrar- og vorannar er formlegt námsmat, þá fá nemendur vitnisburðarblað þar sem fram kemur námsmat annarinnar. Í námsmatinu er lögð áhersla á að meta framfarir, vinnu, ástundun og frammistöðu nemenda.
Umsagnir nemenda grunnskólans um ástundun, félagsfærni og aðra þætti skólastarfsins eru sendar út mánaðarlega á skólaárinu með þeirri undantekningu að desember og janúar eru teknir saman.
- Námsmat er byggt á námsmarkmiðum viðkomandi greinar og tekur mið af aldri/þroska hvers og eins.
- Markvisst námsmat á að koma nemanda, foreldrum og kennurum til góða við frekara skipulag náms.
- Með formlegu námsmati er átt við a.m.k. námsmati í lestri og stærðfræði í 2. – 4. bekk. Auk námsmats í sérgreinum sem nemandi hefur þegar lokið.
Leiðsagnarmat
- Virk endurgjöf á vinnu nemenda
- Umsagnabækur
Einkunnaskali Ártúnsskóla í bókstöfum
A, framúrskarandi
B, hæfni náð
C, þarfnast þjálfunar
D, hæfni ekki náð
Þrír samskiptadagar á skólaárinu
- Haustönn- viðtal með viðtalsblaði – ekki formlegt námsmat, (niðurstöður skimana)
- Vetrarönn – viðtöl, kynningar ásamt formlegu námsmati.
- Vorönn - viðtöl, kynningar, opið hús ásamt formlegu námsmati