Skip to content

Myndbirtingar

Af og til tökum við myndir og myndskeið af nemendum okkar. Við notum myndefnið til að veita foreldrum og nemendum innsýn í þá starfsemi sem fer fram hjá okkur, auk þess sem alkunna er að góðar og skemmtilegar myndir gleðja. Við vistum allt myndefni í ljósmyndabanka okkar. Að jafnaði er myndefnið birt á vefsíðu okkar og á öðrum opinberum vettvangi á vegum okkar. Myndefnið kann einnig að vera birt í útgefnu kynningarefni um okkur, í fréttabréfum og í skólanámskrá. Bekkjarmyndir eru gefnar út með nafngreiningu allra nemenda og tilgreiningu á bekk hverju sinni. Foreldrum stendur til boða að kaupa eintak af bekkjarmyndum barna sinna.

Fjölmiðlar koma einstaka sinnum til okkar við hin ýmsu tilefni og taka myndir og myndbönd. Slíkar heimsóknir eru ávalt háðar leyfi frá stjórnendum en nemendur kunna að vera í myndefni sem birtist í fjölmiðlum.

Til að uppfylla skyldu okkar skv. lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga þurfum við að afla samþykkis foreldra áður en við tökum og birtum myndir og myndskeið af nemendum. Við biðjum þig vinsamlegast um að svara neðangreinum lista, undirita skjalið og skila til okkar.

Eyðublað til undirritunar má nálgast hér.