Skip to content

Móttaka 1. bekkinga

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur auglýsir innritun nýrra nemenda og er foreldrum sent heim bréf um innritunardaga. Skólinn býður síðan verðandi 1. bekkingum og foreldrum þeirra að heimsækja skólann í maí. Tilkynning er send heim til foreldra um dagskrá ásamt mikilvægum upplýsingum og skóladagatali næsta skólaárs.

Dagskrá er í meginatriðum þessi:
– Verðandi umsjónarkennari bekkjarins tekur á móti nemendum og fylgir þeim inn í kennslustofu.
– Foreldrar fá upplýsingar um ýmis mikilvæg atriði í skólastarfi næsta skólaárs.
– Stefna og sérkenni skólans kynnt.
– Sérkennari kynnir fyrirkomulag sérkennslu og þroskapróf sem lögð eru fyrir nemendur í 1. bekk.
– Náms- og starfsráðgjafi kynnir starf sitt og hvernig það nýtist yngstu nemendum skólans.
– Skólasálfræðingur kynnir þjónustu Þjónustumiðstöðvar fyrir íbúa Árbæjar og Grafarholts.
– Skólahjúkrunarfræðingur kynnir starf sitt og segir frá því hvernig hann kemur að starfi 1. bekkjar.
– Skrifstofustjóri fer yfir mikilvæg atriði er varðar þjónustu sem skólinn býður upp á, s.s. mötuneyti skólans, mjólkuráskrift, skólapeysur o.fl.
– Starfsmaður Frístundaheimilis ÍTR kynnir hvaða þjónusta væntanlegum nemendum stendur til boða.

Loks er nemendum og foreldrum boðið í skoðunarferð um skólahúsnæðið.