Skip to content

Leyfi frá skólasókn

Veikindi eða forföll ber að tilkynna daglega í byrjun skóladags í gegnum Mentor eða með því að hafa samband við skrifstofu skólans. 

Ef nemendur þurfa undanþágu frá skólavist á starfstíma skóla er foreldrum/forráðarmönnum bent á ferli sem skólinn hefur í þeim málum:

Í 15. grein laga um grunnskóla frá 2008 segir m.a.: ,,Nemendum er skylt að sækja grunnskóla, sbr. 3. gr. Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undnaþágu telji hann til þess gildar ástæður".

Fjarvera nemanda hefur alltaf í för með sér einhverja röskun á námsferli hans. Sú röskun er á ábyrgði forráðamanna. Nýti forráðamenn sér undanþágu fyrir nemanda í 1 - 2 daga eru þeir beðnir að hafa samband beint við umsjónarkennara. Eigi að nýta lengri undanþágu (í þrjá daga eða fleir) skal tilkynning um það berast umsjónarkennara á þar til gerðu eyðublaði sem má nálgast hér fyrir neðan. Í vissum tilfellum getur undanþága frá skólasókn verið háð mati skólastjórnenda sem gætu þurft að leita samráðs við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Leyfisbeiðni - til útprentunar fyrir leyfi frá skólasókn sem er lengur er 2 skóladagar.

Formið hér að neðan má nýta til að sækja um leyfi fyrir 1 - 2 skóladaga.


    Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur. (15. grein grunnskólalaga)