Viðfangsefni annarinnar

Hófsemi

Á haustönn 2017 vinnum við með gildið “HÓFSEMI”. Verkefni tengd hófsemi verða fléttuð inn í daglegt skólastarf og meðal annars unnin á íþróttadag, umhverfisdag og í hringekjum.

Markmið er fyrst og fremst að kynna hófsemi fyrir nemendum og þýðingu þess fyrir einstaklinga, samfélagið og heiminn allan. Temjum okkur hugsunina að allt sé best í hófi – andstæðan við græðgi og ofgnótt. Hér áður fyrr var allt nýtt eins og kostur er, m.a. stoppað í sokka, en í dag er viðhorfið víða annað, margt er einnota, við hendum og kaupum nýtt. Meiri upplýsingar má nálgast hér