Heilsueflandi skóli -gönguferðir að vori

Umhverfismennt og lífsleikni hafa verið stór þáttur í stefnu og starfi Ártúnsskóla frá stofnun hans árið 1987 og frá árinu 2010 hefur skólinn verið heilsueflandi skóli.

Eitt helsta markmið heilsueflandi skóla er að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda og starfsfólks.

Einn liður í starfi skólans sem heilsueflandi skóla með áherslu á umhverfismennt eru gönguferðir að vori þar sem hver árgangur gengur ákveðna leið. Tilgangurinn með því að hver árgangur fari tiltekna leið er að tryggja að nemendur skólans hafi kynnst ákveðnum svæðum í umhverfi hans við lok 7. bekkjar. Í 1. bekk er farin stutt og þægileg leið í nánasta umhverfi skólans en síðan stigþyngjast gönguleiðirnar og færast eilítið fjær nærumhverfinu og skólanum með hverju árinu.

1.bekkur
Gengið upp að stíflu, (öndunum gefið brauð) gengið niður norðan megin við ána, í gegnum grenndarskóginn eftir stígnum. Nesti borðað í rjóðri, gengið upp í skóla.

2. bekkur
Gengið fram hjá Aparóló niður brekkuna og síðan til baka upp í hólma á göngubrúna við Rafveituheimilið.

3. bekkur
Gengið upp að stíflu og yfir hana. Farið áfram stíginn niður brekkuna og yfir á 1. brú. Nesti í rjóðri/Indíánagil. Gengið yfir brúna upp hjá Rafveitunni og upp í skóla. Hægt að lengja gönguna með því að ganga hring í Breiðholtinu þ.e. upp hæðina, malarstíg og niður malbikaða stíginn og horfa yfir borgina.

4. bekkur
Farið með strætó að Norðlingaskóla og gengið sem leið liggur yfir Hólmsá (brú), eftir stíg að Elliðavatni. Yfir mýrina ( á plönkum, en ekki eftir veginum) og gegnum skóginn eftir stígnum.
Einnig er hægt að breyta ferðinni og skoða Rauðhóla sem eru norðanmegin við malbikaða stíginn þegar komið er yfir Hólmsá.

5. bekkur
Farið með strætó að Morgunblaðshúsinu. Gengið upp með sumarhúsinu vestan megin við vatnið, eftir göngustíg (holt og klappir). Horft yfir Rauðavatn, Bláfjöll og Norðlingaholt. Gengið eftir bungunni og komið niður austan megin við vatnið. Gengið tilbaka veginn norðan megin við vatnið.

6. og 7. bekkur
Annað hvort ár er gengið á Úlfarsfell og hitt árið hringinn í kringum Vífilstaðavatn.