Íþróttadagur

Þann 5. september var íþróttadagur hjá okkur í grunnskóladeild Ártúnsskóla. Dagurinn hófst á setningu verkefnisins ,,Göngum í skólann" sem allir höfðu gaman af að taka þátt í. Frá kl. 10 tók svo við íþróttahringekja þar sem nemendur fóru á milli stöðva í aldursblönduðum hópum. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg og veðrið lék við okkur. Meðal verkefna voru m.a. hlaupahjólaþraut, boltaæfingar, þrautabraut, kubbspil, dans, Dr. Bike kom í heimsókn og fór yfir hjól og hjólareglur með nemendum og við leituðum bangsa í náttúrunni. Á íþróttadegi reynir á samvinnu nemenda og eldri nemendur eru einstaklega lagnir við að aðstoða yngri nemendur skólans í gegnum verkefnin. Annars tala myndirnar sínu máli.