Fullveldishátíð í dag

Í dag héldum við upp á fullveldisafmæli Íslands og að þessu sinni tengdum við þemað hófsemi við hátíðina. Ævar vísindamaður byrjaði daginn með okkur og las upp úr nýrri bók sinni á föstudagssamveru. Að auki voru tvær aðrar uppákomur fyrir nemendur. Við fengum góðan gest frá Heimilisiðnaðarfélaginu sem kom og fræddi nemendur um íslenka þjóðbúninginn og allir nemendur fengu að smakka sviðasultu og skoða sviðahausa. Sem þeim leist nú misvel á.