Fréttir - heilsueflandi skóli

Skýrsla heilsueflandi skóla

Skýrsla um heilsueflandi grunnskóla skólaárið 2016 - 2018 er komin út. Hana má nálgast hér. 

Heilsueflandi skóli – þemað orka - víxlböð

Í tengslum við þemað orku var nemendum boðið upp á að prófa svo kölluð víxlböð í íþróttatímum síðustu viku skólaársins. Víxlböð eru þekkt frá fornu fari sem heilsueflandi fótaböð og ganga út á það að farið er til skiptis í heitt og kalt vatn. Kalda vatnið dregur saman æðarnar í húðinni og minnkar blóðflæði á meðan heita vatnið víkkar æðarnar og eykur blóðflæðið. Þetta er talið auka blóðflæði og efla hjarta- og æðakerfi. Víxlböðin eru m.a. talin góð gegn verkjum í fótum, fótapirringi og þreytu í fótum. Nemendur byrjuðu íþróttatímann á því að skokka og fóru því næst í víxlböðin. Mörgum fannst mjög magnað og gaman að prófa víxlböðin og flestir voru á því að þeim liði afar vel í fótunum að þeim loknum. 

 

Fullveldishátíð í dag

Í dag héldum við upp á fullveldisafmæli Íslands og að þessu sinni tengdum við þemað hófsemi við hátíðina. Ævar vísindamaður byrjaði daginn með okkur og las upp úr nýrri bók sinni á föstudagssamveru. Að auki voru tvær aðrar uppákomur fyrir nemendur. Við fengum góðan gest frá Heimilisiðnaðarfélaginu sem kom og fræddi nemendur um íslenka þjóðbúninginn og allir nemendur fengu að smakka sviðasultu og skoða sviðahausa. Sem þeim leist nú misvel á. 

Hófsemi

Á haustönn 2017 vinnum við með gildið “HÓFSEMI”. Verkefni tengd hófsemi verða fléttuð inn í daglegt skólastarf og meðal annars unnin á íþróttadag, umhverfisdag og í hringekjum.

Markmið er fyrst og fremst að kynna hófsemi fyrir nemendum og þýðingu þess fyrir einstaklinga, samfélagið og heiminn allan. Temjum okkur hugsunina að allt sé best í hófi – andstæðan við græðgi og ofgnótt. Hér áður fyrr var allt nýtt eins og kostur er, m.a. stoppað í sokka, en í dag er viðhorfið víða annað, margt er einnota, við hendum og kaupum nýtt. Meiri upplýsingar má nálgast hér