Fréttir - heilsueflandi skóli

Virðing - lífsleikni

Virðing er lífsleikniþema skólans frá hausti og út janúar. Virðing er eitt af þremur einkennisorðum skólans “Árangur -Virðing - Vellíðan". Virðing er ákaflega mikilvægt gildi og undirstaða velgengni í leik og starfi.

Markmið þemans er fyrst og fremst að kynna þetta miklisverða gildi fyrir nemendum og þýðingu  þess fyrir einstaklinga og samfélagið allt.

Unnið verður með virðingu á fjölbreyttan hátt á næstu mánuðum og þemað tengt sem flestum námsþáttum. Aðallega verður unnið með virðingu á þremur sviðum, þ.e. virðing fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. 

Virðing - hefti

Nánari upplýsingar um þemað má sjá hér.

Hreyfivika UMFÍ 23. – 29. maí 2016

Vikan 23. - 29. maí er hreyfivika UMFÍ sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. Hreyfivikan fer fram víða um Evrópu þessa daga. Starfsfólk og nemendur skólans eru á faraldsfæti þessa dagana og verða duglegir að hreyfa sig í tilefni hreyfivikunnar. Gönguferðir árganga fara að mestu leyti fram þessa daga og til dæmis fóru 6. og 7. bekkir í gönguferð á mánudaginn og gengu í kringum Vífilstaðavatn og 4.GV fór í dag og gróðursetti tré í Bolöldu. Aðrir árgangar munu fara í hinar ýmsu gönguferðir í vikunni. Íþróttabandalag Reykjavíkur gefur öllum grunnskólum í Reykjavík snú snú bönd og verður lögð áhersla á að æfa snú- snú þessa viku.

Sjálfbærni - lífsleikniþema vorannar

vistsporSjálfbær þróun verður lífsleiknþema vorannar 2016, frá mars - maí. En sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar á öllum skólastigum (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011).
Sjálfbærni hefur skipað stóran sess í Ártúnsskóla þar sem skólinn hefur frá fyrstu tíð starfað í anda umhverfismenntar og heilsueflingar.
Helsta markmið þemans er að nemendur átti sig á því hvað er átt við með sjálfbærni og hvað þeir geta lagt að mörkum til þess að lifa sjálfbæru lífi.
Unnið verður með sjálfbærni á fjölbreyttan hátt á vorönninni, tengt öllu námi nemenda og öllum námsgreinum.
Algengasti skilningur á hugtökunum sjálfbærni (˵sustainability ̋) og sjálfbærri þróun felur í sér að við skilum umhverfinu til afkomendanna í ekki lakara ástandi en við tókum við því og við leitumst við að mæta þörfum samtíðar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum (Report of the World Commission on Environment and Development: Our Common Future, 1984; Sigrún Helgadóttir, 2013).
Sjálfbærni snýst fyrst og fremst um að hugsa um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar (Sigrún Helgadóttir, 2013).
Fleiri upplýsingar um þemað má nálgast hér.