Fréttir - heilsueflandi skóli

Hófsemi

Á haustönn 2017 vinnum við með gildið “HÓFSEMI”. Verkefni tengd hófsemi verða fléttuð inn í daglegt skólastarf og meðal annars unnin á íþróttadag, umhverfisdag og í hringekjum.

Markmið er fyrst og fremst að kynna hófsemi fyrir nemendum og þýðingu þess fyrir einstaklinga, samfélagið og heiminn allan. Temjum okkur hugsunina að allt sé best í hófi – andstæðan við græðgi og ofgnótt. Hér áður fyrr var allt nýtt eins og kostur er, m.a. stoppað í sokka, en í dag er viðhorfið víða annað, margt er einnota, við hendum og kaupum nýtt. Meiri upplýsingar má nálgast hér

Virðing - lífsleikni

Virðing er lífsleikniþema skólans frá hausti og út janúar. Virðing er eitt af þremur einkennisorðum skólans “Árangur -Virðing - Vellíðan". Virðing er ákaflega mikilvægt gildi og undirstaða velgengni í leik og starfi.

Markmið þemans er fyrst og fremst að kynna þetta miklisverða gildi fyrir nemendum og þýðingu  þess fyrir einstaklinga og samfélagið allt.

Unnið verður með virðingu á fjölbreyttan hátt á næstu mánuðum og þemað tengt sem flestum námsþáttum. Aðallega verður unnið með virðingu á þremur sviðum, þ.e. virðing fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. 

Virðing - hefti

Nánari upplýsingar um þemað má sjá hér.

Skýrsla - heilsueflandi skóla

Skýrslu vegna heilsueflandi skóla fyrir skólaárið 2015 - 2016 má nálgast hér. 

Hreyfivika UMFÍ 23. – 29. maí 2016

Vikan 23. - 29. maí er hreyfivika UMFÍ sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. Hreyfivikan fer fram víða um Evrópu þessa daga. Starfsfólk og nemendur skólans eru á faraldsfæti þessa dagana og verða duglegir að hreyfa sig í tilefni hreyfivikunnar. Gönguferðir árganga fara að mestu leyti fram þessa daga og til dæmis fóru 6. og 7. bekkir í gönguferð á mánudaginn og gengu í kringum Vífilstaðavatn og 4.GV fór í dag og gróðursetti tré í Bolöldu. Aðrir árgangar munu fara í hinar ýmsu gönguferðir í vikunni. Íþróttabandalag Reykjavíkur gefur öllum grunnskólum í Reykjavík snú snú bönd og verður lögð áhersla á að æfa snú- snú þessa viku.