Skip to content

Heilsueflandi grunnskóli - upplýsingar

Ártúnsskóli hefur verið þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli síðan 2010 - 2011.

Landlæknisembættið stýrir verkefninu í samvinnu við fleiri aðila. Eitt helsta markmið heilsueflandi skóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda og starfsfólks.

Í heilsueflandi skóla er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi átta þætti skólastarfsins:

  • Nemendur
  • Matarræði - tannheilsa
  • Heimili
  • Geðrækt
  • Nærsamfélag
  • Hreyfing - öryggi
  • Lífsstíl
  • Starfsfólk

Í skólanum hefur til langs tíma verið unnið ötullega með lífsleikni. Þróunarverkefni í lífsleikni undir heitinu ,,Lífsleikni - leið til lausnar" var unnið í skólanum 2001 - 2002. Í framhaldi af því hefur verið unnið markvisst með ákveðin lífsleikniþemu ár hvert. Sú hefð hefur haldið sér og tengist nú beint markmiðum og verkefnum heilsueflandi skóla.

Nánari upplýsingar má finna um heilsueflandi skóla á heimasíðu Landlæknisembættisins.