Skip to content
- Veikindi nemenda skal tilkynna í byrjun hvers skóladags í gegnum mentor eða á skrifstofu skólans.
- Umsókn og uppsögn á hádegismat í skólanum fer fram á Rafrænni Reykjavík. Það er einnig hægt að sækja um áskrift að mjólk í nestistíma.
- Brýnt er að nemendur hafi með sér hollt og gott nesti. Afgangar af nesti og nestisumbúðir eiga nemendur að taka með sér aftur heim. Liður í grænfánaverkefni skólans er að minnka úrgang og bendum við foreldrum á að nota fjölnota umbúðir fyrir nesti.
- Mikilvægt er að nemendur borði hollan og góðan morgunverð áður en farið er í skólann.
- Mikilvægt er að merkja vel allar yfirhafnir og skó nemenda. Æskilegt er að nemendur séu í skófatnaði sem auðvelt er að komast í og úr.
- Nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri og vindum hvern dag. Veður á Íslandi er síbreytilegt og nemendur þurfa að vera undir það búnir.
- Endurskinsmerki eru nauðsynleg á allar yfirhafnir í skammdeginu.