Skip to content

Skóli á grænni grein

Ártúnsskóli er Skóli á grænni grein. Fyrst flögguðum við grænfána 2008 og höfum haldið honum hjá okkur síðan.

Við höfum grenndarskóg í nágrenni skólans. Grenndarskógurinn er staðsettur í Elliðaárdalnum. Hann afmarkast af Félagsheimili Orkuveitunnar að vestan, að brúnni yfir Elliðaárnar að austan, að Elliðaánum að sunnan og að veginum meðfram veitustokknum að norðan. Svæðið er um þrír hektarar að stærð.

Svæðið var formlega afhent skólanum til afnota sem útikennslustofa í byrjun júní 2004. Unnið hefur verið að uppbyggingu svæðisins allar götur síðan. Árlega er unnið að viðhaldi og endurbótum á svæðinu.

Grenndarskógurinn okkar er útikennslustofa skólans og auðveldar okkur að nýta náttúruna til kennslu í öllum námsgreinum.

Umhverfissáttmáli

Umhverfismarkmið 2016 - 2018

Umhverfisnefnd 2021 - 2022

Fulltrúar frá leikskóladeild: Margrét og Rúrik
1.bekkur - Ársól og Bjarndís Vala
2.bekkur - Día Karen og Gunnar Óli
3.bekkur -  Aníta Rós, Róbert Blær og Unnþór Andri
4.bekkur - Aþena Rut, Katla og Snæfríður
5.bekkur - Daníel Kári, Hekla Margrét, Hrafntinna Rún og Sigurður
6. bekkur - Elías Ívar, Oskar og Anna Sóley
7. bekkur - Elvar Snær, Guðmundur Martin, Ragnheiður Gróa og Sóldís Perla
Fulltrúi kennara - Berta
Fulltrúi annarra starfsmanna - Hildur
Fulltrúi Foreldra - Ástrós Hera
Fulltrúi stjórnenda - Ellen
Umsjónarmaður grænfána - Sesselja

Skýrslur skóla á grænni grein