Grenndarskógur

Grenndarskógur Ártúnsskóla er í Elliðaárdalnum  og  afmarkast af  Félagsheimili Orkuveitunnar að vestan, að brúnni  yfir Elliðaárnar að austan, að Elliðaánum að sunnan  og að veginum meðfram veitustokknum að norðan. Svæðið er um þrír hektarar að stærð.

Svæðið var formlega afhent skólanum til afnota sem útkennslustofa í byrjun júní 2004.  Unnið hefur verið að uppbyggingu svæðisins allar götur síðan. Árlega er unnið að viðhaldi og umbótum á svæðinu.

Foreldrafélag skólans hefur stutt dyggilega við uppbygginguna m.a. með kaupum á tækjum og búnaði til útikennslu auk þess að standa fyrir vinnudögum í grenndarskógi. 

Útikennslustofan er liður í því að auðvelda kennurum  að nýta náttúruna til kennslu í öllum námsgreinum skólans og þarna gefst tækifæri til að samþætta námsgreinar og nálgast viðfangsefnin á annan hátt en innan fjögurra veggja skólastofunnar.

Í Aðalnámskrá grunnskóla 2007 í  náttúrufræði og umhverfismennt segir meðal annars að „það að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera hollt bæði fyrir líkama og sál“.  

Útikennsla - kynning
Grenndarskógur og skólagarðar - gamlar myndir
Lesið í skóginn - niðurstöður könnunar

grenndarsk_1 grenndarsk_2