Við viljum sjást í myrkrinu

enduskinsmerki upplysingarNemendur í umhverfisnefnd og FUÁ vilja minna á mikilvægi endurskinsmerkja nú í skammdeginu. Börn á gangi án endurskinsmerkja sjást fyrst í um það bil 20 - 30 metra fjarlægð frá bíl sem ekur með lág ljós, en í um 125 metra fjarlægð ef þau eru með endurskinsmerki. Endurskinsmerki er örugg og ódýr forvörn en þau þurfa að vera rétt staðsett.

Góðar upplýsingar um notkun endurskinsmerkja má sjá hér á vef samgöngustofu.