Umhverfisdagur – litfagrir gleðigjafar

umhverfisdagur 1Ný umhverfisnefnd hefur tekið til starfa og haldið sinn fyrsta fund. Rætt var um hvað það þýðir að vera ,,Skóli á grænni grein“ og starf vetrarins. Ákveðið var að halda áfram með litfögru gleðigjafana – krókusana. Að þessu sinni eru þeir tileinkaðir þemanu okkar ,,VELLÍÐAN“. Í tilefni af ,,Degi íslenskrar náttúru“ og verkefninu ,,Hreinsum Ísland“ fóru nemendur því út og fegruðu umhverfi sitt, plokkuðu rusl við skólann og í grenndarskógi, settu niður krókusa fyrir framan skólastofurnar sem við ætlum svo að fylgjast með og hlúa að á skólaárinu.

Á haustdögum hefur veðurblíðan verið nýtt til útináms. Farið hefur verið í ferðir í nágrenni skólans, í grenndarskóg og lengri vettvangsferðir. Unnin hafa verið fjölbreytt verkefni sem tengjast hinum ýmsu námsgreinum eða hringekjum skólans og þemað okkar ,,Vellíðan“ hefur verið haft að leiðarljósi.