Hringekja miðstigs á vordögum fjallaði um lífríki í Elliðaárdals

Í síðustu hringekju miðstigsins var farið í ævintýragöngur um dalinn þar sem nemendur stunduðu rannsóknarvinnu, athuganir og bjuggu til útinámsþrautir fyrir hvort annað út frá markmiðum verkefnanna. Stöðvarnar fjölluðu m.a. um að skoða fugla og fiska, skoða mýrarrauða, jökulgarða, hraunreipi og gera rannsóknir m.a. með setlög. Á þriðju stöðinni gerðu þeir veðurathuganir, könnuðu hvort umhverfið væri manngert eða náttúrlegt. Nemendur dýpkuðu þekkingu sína enn frekar um Elliðaárdalinn með lýðræðislegum verkefnum í formi veggspjalda, teiknimyndasögu, leikþátta eða spurningakeppni.