Orka - þema á vorönn

hreyfing 18Á vorönn 2018 verður unnið með þemað “ORKA”. Verkefni tengd orku verða fléttuð inn í daglegt skólastarf og meðal annars unnin á umhverfisdag, í hringekjum og á vordögum þar sem þrautabraut verður sett upp í Grenndarskóginum.
Helsta markmiðið með þemanu ORKA er að auka skilning nemenda á hvað orka er. Fyrst og fremst verður horft á orku okkar sem einstaklinga, lífsorkuna sjálfa og hvað hægt að gera til að efla hana og nýta sem best. Það er eftirsóknarvert að vera orkumikill og geta nýtt orku sína, hvort sem er líkamsorku (hreyfiorku) eða hugarorku, til góðs fyrir sjálfan sig og aðra. Við eflum og aukum orku okkar, líkama og sál með því að borða hollan og næringarríkan mat. Með því að gæta vel að lífsháttum, svefnvenjum, hreinlæti, njóta félagsskapar og að næra andann.
Auk þess verður leitast við að fjalla um orku í víðari skilningi m.a. tengt eðlisfræði og markmiðum annarra námsgreina. Má þar nefna hreyfingu, sköpun, hönnun, heimilisfræði, náttúrvísindi, stærðfræði og íslensku. Meiri upplýsingar má sjá hér.