Rafmagnslaus dagur

Mánudaginn 5. mars var rafmagnslaus dagur í Ártúnsskóla. Það voru fulltrúar í umhverfisnefnd og FUÁ sem stóðu fyrir deginum sem var í tengslum við þemað okkar um ,,ORKU“ . Með rafmagnslausum degi vildum við vekja athygli á orkunotkun og hvernig við getum sparað þessa auðlind okkar. Dagurinn gekk vel fyrir sig en á margan hátt fundu nemendur og starfsfólk skólans hversu mikilvægt rafmagnið er í okkar daglega lífi og ýmsar spurningar vöknuðu hjá nemendum og fróðlegar umræður spunnust.