Sing for the climate

ecoroad hringur.jpgNemendur í skólunum fjórum sem vinna saman í Erasmus+ verkefninu EcoRoad mega vera stoltir af myndbandinu sem gefið var út í tilefni af Norræna loftslagsdeginum, en þar syngja þeir um nauðsyn þess að vernda jörðina og auðlindir hennar. Söngur og myndir voru tekin upp í hverju landi fyrir sig og síðan sett saman í eitt myndband. EcoRoad verkefnið snýst um það að efla menntun til sjálfbærni með því að þróa góðan skólabrag og er unnið af nemendum og starfsfólki skólanna, en einnig er unnið með íbúum, stofnunum og fyrirtækjum í nærsamfélaginu. Skólarnir eru: Ártúnsskóli, Hönttamäen koulu í Oulu í Finnlandi, De Wereldreiziger í Antwerpen í Belgíu og St. Georges school í Clun í Englandi. 

Myndbandið má sjá hér.