Minna plast

Margt áhugavert hefur verið gert í umhverfismálum nú á haustdögum. Stjórn FUÁ gekk í alla bekki og hvatti alla til að taka virkan þátt í ,,Plastlausum september“ með því að hvetja til umræðu um plastmengun og að nota eingöngu fjölnota nestibox. Árgangar skólans eru að vinna skemmtileg verkefni sem tengjast plasti og umhverfisfræðslu sem gaman verður að fylgjast með. Nemendur og starfsfólk Ártúnsskóla sameinuðust í árvekniverkefni og hreinsuðu rusl í hverfinu. Ruslið var flokkað í plast og almennt rusl og því safnað saman í fötur á skólaóðinni. Sjá má á myndunum að ruslið er ekki eins mikið og vænta mætti. Eftir tiltektina var safnast saman hjá afrakstrinum (ruslahrúgunni) og sungið saman ,,Sing for the climate, do it now“. Verkefnið var unnið í tengslum við Erasmus verkefni sem skólinn er þátttakandi í ,,Ecoroad“ í samstarfi við skóla (Í Englandi, Belgíu og Finnlandi). Afraksturinn fáið þið svo að sjá í myndbandi þann 11.11. 2017.